©2018 by Vegan Heilsa. Proudly created with Wix.com

Vegan 

Heilsa

Silfurbergi

Hörpu

16. október 2019

Allur ágóði af miðasölu

rennur til Ljóssins.

Krónan er samstarfsaðili

Vegan heilsu.

Hvaða áhrif hefur vegan mataræði á heilsu?

Vegan heilsa er ráðstefna þar sem leiðandi sérfræðingar í heiminum í dag fjalla um áhrif vegan mataræðis á heilsu fólks. Áhersla er lögð á óunnið vegan fæði eða plönuðmiðaða heilfæðu, þ.e. vegan mat þar sem ekkert er fjarlægt úr fæðunni og engu bætt við. 

 

Einnig stíga fram einstaklingar og segja sögu sína af því að að skipta yfir í óunnið vegan mataræði og þeim áhrifum sem það hefur haft á líf þeirra.

Vegan heilsa er fyrir grænkera, þá sem hafa áhuga á að gerast grænkerar og alla þá sem hafa áhuga á auka hlut vegan fæðis í mataræði sínu fyrir heilsuna, fyrir dýrin eða fyrir umhverfið.

 

Dagskrá

Kynnir er Guðrún Sóley Gestsdóttir, fjölmiðlakona

12:00 - 14:15

Brenda Davis, RD

Næringarfræðingur

Becoming and staying vegan in excellent health

Elín Skúladóttir 

Reynslusaga athafnakonu

Hvað get ég gert?

Dr. Shireen Kassam

Læknir

The Role of Nutrition in Cancer Prevention

Beggi Ólafs

Reynslusaga íþróttamanns

Íþróttamaðurinn sem ætlaði aldrei að hætta að borða kjöt

 

14:15-14:35

Hlé

 

14:35 -16:30

Dr. Caldwell Esselstyn

Læknir

The nutritional reversal of cardiovascular disease: Fact or fiction?

 

Dr. Arvind Maheru

Reynslusaga geðlæknis

Let Food Be Thy Medicine

Ann Esselstyn

Heilsufrömuður

The HOW and the WOW of a plant based diet

 

16:30 - 17:00

Pallborðsumræður

 

Fyrirlesarar

Kynnir er Guðrún Sóley Gestsdóttir, fjölmiðlakona

 

Dr. Caldwell Esselstyn

Læknir og höfundur bókarinnar Prevent and Reverse Heart Disease

Dr. Caldwell Esselstyn er bandarískur skurðlæknir sem lengst af starfaði á hinu virta sjúkrahúsi Cleveland Clinic. Hann var skurðlæknir í Víetnamstríðinu og hlaut ólympíugull í róðri á ólympíuleikunum 1956. Hann hefur birt yfir 150 vísindagreinar m.a. um áhrif vegan mataræðis á hjartasjúkdóma. Sjálfur hefur hann fylgt vegan mataræði frá 1984. Dr. Esselstyn er höfundur metsölu bókarinnar Prevent and Reverse Heart Disease.

Brenda Davis, RD

Næringarfræðingur og höfundur bókarinnar Becoming Vegan

Brenda Davis er bandarískur næringarfræðingur sem hefur verið leiðandi í næringarfræði grænkera. Hún hefur skrifað fjölda bóka um næringu grænkera. Meðal annars Becoming Vegan: Comprehensive Edition og Becoming Vegan: Express Edition. Bækur hennar hafa selst í yfir 750 þúsund eintökum og verið þýddar á fjölda tungumála.

Dr. Shireen Kassam

Blóðsjúkdómalæknir

Dr. Shireen Kassam er breskur blóðsjúkdómalæknir sem hefur sérhæft sig í meðferð á eitlafrumukrabbameini. Hún starfar sem blóðsjúkdómalæknir og kennari á King's Collage Hospital í London. Frá árinu 2013 hefur hún lagt áherslu á plöntu miðað mataræði sem forvörn krabbameina og til þess að ná heilsu eftir krabbameinsmeðferðir. Shireen er stofnandi góðgerðarsamtakana Plant Based Health Professionals í Bretlandi. Shireen er meðlimur í Research Advisory Committee fyrir bresku vegan samtökin.

 

Ann Esselstyn

Heilsufrömuður

Ann Esselstyn er eiginkona Dr. Caldwell Esselstyn. Hún er kennari að mennt. Hún er höfundur uppskriftanna í bókinni Prevent and Reverse Heart Disease en hún hefur einnig gefið út bókina The prevent and Reverse Heart Disease Cookbook með dóttur sinni Jane Esselstyn.

Elín Skúladóttir

Athafnakona

Elín Skúladóttir er viðskiptafræðingur og jógakennari sem jafnframt hefur farið í gegnum meistaranám í íþrótta- og heilsufræðum. Elín greindist með krabbamein vorið 2017 og fór í kjölfarið í lyfjameðferð og skurðaðgerð. Á milli lyfjagjafa sat hún og las rannsóknir og fór hamförum í eldhúsinu. Elín segir sögu sína, og fjölskyldu sinnar, af því að skipta yfir í óunnið vegan mataræði í miðri lyfjameðferð. Elín er skipuleggjandi Vegan Heilsu.

Beggi Ólafs

Íþróttamaður

Bergsveinn Ólafsson, betur þekktur sem Beggi Ólafs, er knattspyrnumaður, mastersnemi í hagnýtri jákvæðari og þjálfunarsálfræði, fyrirlesari, bloggari og heldur úti podcastinu Millivegurinn. Beggi hefur tileinkað sér plöntufæði í fjögur ár og hefur mikla ástríðu fyrir því hvernig fólk getur lifað þýðingarmiklu lífi og hámarkað sína tilvist á þessari jörð.

Dr. Arvind Maheru

Geðlæknir

Dr. Arvind Maheru er breskur geðlæknir. Móðir hennar lést 44 ára af völdum hjartaáfalls, faðir hennar hefur einnig glímt við hjartasjúkdóm sem og fjöldi ættingja hennar. Þegar hún stóð sjálf frami fyrir því að vera komin með alvarleg hjartavandamál árið 2016 leitaði hún til Dr. Esselstyn. Hún ákvað að afþakka kransæðahjáveitu aðgerð og láta reyna á óunnið veganfæði. Nú Þremur árum síðar má vart greina sjúkdóminn. Hún segir sögu sína um mátt mataræðis til lækninga.

 
Vegan uppskriftir

Vegan Health

October 16th 2019 from 12 p.m. to 5 p.m.
Harpa, Austurbakka 2, 101 Reykjavik, Iceland

 

What are the health benefits of a vegan diet?

Vegan Health is a conference where leading experts discuss the health benefits of a vegan diet. Emphasize is placed on a whole food plant based diet, that is food from plants where nothing is removed from the plant and nothing added. Speakers are:

Dr. Caldwell Esselstyn

The nutritional reversal of cardiovascular disease: Fact or fiction?

Dr. Esselstyn is a former army surgeon in Vietnam and he was awarded a gold medal at the Olympic Games in 1956 for rowing. He trained as a surgeon at Cleveland Clinic and at St. George's Hospital in London. He has been associated with the Cleveland Clinic since 1968, he has served as President of Staff and as a member of the Board of Governors. He has published over 150 scientific publications. He is the author of the book Prevent and Reverse Heart Disease.

Brenda Davis, RD

Becoming and staying vegan in excellent health

Brenda is a registered dietitian. A leader in her field and an internationally acclaimed speaker. Brenda is co-author of nine award-winning, best-selling books, such as Becoming Vegan: Comprehensive Edition and Becoming Vegan: Express Edition.

Dr. Shireen Kassam

The Role of Nutrition in Cancer Prevention

Shireen is a consultant hematologist and honorary senior lecturer at King’s College Hospital, London with a specialist interest in the treatment of patients with lymphoma (cancer of the lymphatic system). She is also passionate about promoting plant-based nutrition for the prevention and reversal of chronic diseases and for maintaining optimal health after treatment for cancer.

Speakers also include Ann Esselstyn who will share her energetic talk the HOW and the WOW of a plant based diet. Dr. Arvind Maheru who healed herself from a heart disease by following Dr. Esselstyn's recommendations, you don't want to miss her talk Let Food Be Thy Medicine. Elin Skuladottir shares her story of transitioning to a whole food plant based diet during a chemotherapy in her talk What Can I do? Beggi Olafs is an Icelandic soccer player and a psychology major, he shares his story of the athlete who never intended to stop eating meat.

Vegan Health is hosted by Gudrun Soley Gestsdottir, media personality and author of the vegan cookbook Grænkerakrásir.

The conference is mainly in English. For questions please contact us at heilsa@veganheilsa.is.