©2018 by Vegan Heilsa. Proudly created with Wix.com

Search
  • Vegan heilsa

Chilli Sin Carne

Updated: Aug 17, 2019

Grænkerinn Elín Skúladóttir heldur erindið Hvað get ég gert? á ráðstefnunni Vegan heilsa. Hér deilir Elín frábærri uppskrift af vegan chilli sem kryddar tilveruna.


Elín Skúladóttir

www.veganheilsa.is

@veganheilsa

Þegar ég ákvað að gerast grænkeri hafði ég aldrei eldað grænmetismat áður, aldrei prófað að meðhöndla baunir. Reyndar hafði ég steikt tófú í smjöri, það fór beint í ruslið. Ég hafði ekki gaman af því að elda, var frekar löt við það og léleg. Ég lýg því ekki þegar ég segi að breytingarnar hafi verið áskorun. Ég reyndi fyrst að elda mat sem ég kannaðast við, veganæsa matinn á hollan máta, en það voru vonbrigði ofan á vonbrigði. Margt sem ég reyndi var hreinlega óætt! Þær voru fleiri en ein neyðarferðirnar á Gló. Það var ekki fyrr en ég fór að prófa mig áfram með indverska og mexíkóska matargerð að ég fann hilluna mína. Þetta chilli er í uppáhaldi, upprunalega uppskriftin heitir killer vegan chilli en ég breytti henni aðeins til að flýta fyrir mér og draga tennurnar úr henni fyrir börnin. En þið getið að sjálfsögðu farið frjálslega með chilli duftið ef þið eruð fyrir sterkan mat, það voru tvær matskeiðar í upprunalegu uppskriftinni. En látið mig ekki draga úr ykkur. Þegar komst á lagið áttaði ég mig á því að það var miklu skemmtilegra að elda vegan mat! Nú eyði ég löngum stundum í eldhúsinu og finnst vegan matur miklu betri en það sem ég borðaði áður.


Þetta er frekar stór uppskrift og dugar yfirleitt í hádegismat daginn eftir líka. Það er líka eins og hún verði bara bragðbetri daginn eftir.


Chilli Sin Carne

Fyrir 4-6


2 msk avókadó olía eða önnur hitaþolin olía (má sleppa og nota grænmetiskraft)

2 bollar grænmetiskraftur

2 meðalstórir laukar

1 tsk chilli duft

1 tsk papriku duft

1/2 tsk reykt paprikuduft

1 1/2 tsk hvítlauksduft

2 tsk þurrkað basil

1/4 tsk chipotle duft (ef þið eigið það ekki til er allt í lagi að sleppa því)

2 msk malað kúmen

1/2 tsk oreganó

1/4 tsk svartur pipar

2 meðalstórar paprikur, hvaða litur sem er

3 dósir niðurskornir tómar

2 msk soja sósa

1 bolli kínóa

2 dósir svartar baunir

1 bolli valhnetur

2 bollar gular baunir (ferskar eða frosnar)

2 msk límónu safi

1 tsk salt


Aðferð

1. Byrjið á að saxa laukinn og paprikuna í bita. Hafið grænmetiskraftinn tilbúinn, tveir bollar eru um hálfur lítri.


2. Steikið laukinn í stórum potti, í olíu eða í grænmetiskrafti, við miðlungshita í fimm til tíu mínútur.

Þeir sem fylgja hreinu vegan fæði (e. whole food plant based) eru margir olíu lausir. Það er ekkert mál að steikja upp úr vatni eða grænmetiskrafti, en það þarf að fylgjast betur með og bæta grænmetiskrafti við ef þörfum.


3. Bætið papriku dufti, reyktu paprikudufti, hvítlausdufti, þurrkuðu basil, chipotle, möluðu kúmeni, oreganó og svörtum pipar við. Bætið grænmetiskrafti við eftir þörfum. Leyfið þessu öllu að malla í þrjár mínútur. Gætið þess hafa þetta ekki of þurrt. Bætið paprikunum við, ásamt skvettu af grænmetiskraftinum og látið malla í fimm mínútur.


Chipotle duft er krydd sem er oft notað í mexíkóska matargerð, það er gert úr þurrkuðum, reyktum jalaneno pipar. Það er ekki gott að skipta því út fyrir chilli duft eða cayenne pipar þar sem það er allt öðru vísi bragð af því. Chipotle duft er almennt ekki til í íslenskum matvöruverslunum, ef þið eigið það ekki mætti bæta aðeins meiri reyktri papriku við. Ef þið eruð fyrir mexíkóskan mat þá mæli ég með því að þið verðið ykkur út um chipotle duft. Eini staðurinn sem ég hef séð það er í Vegan búðinni í Hafnarfirði.


4. Setjið svörtu baunirnar í sigti og skolið þær vel. Bætið þeim við, ásamt tómötum, soja sósu, óelduðu kínóa, valhnetum, gulum baunum og restinni af grænmetiskraftinum.


Þetta er blandað kínóa, hvítt, svart og rautt. Mælið með því ef þið finnið það.

Þegar þið kaupið dósamat gætið þess að kaupa dósir sem eru lausar við BPA. Margir framleiðendur bæta einnig salti og sykri við, það er enginn þörf á því svo það er betra að forðast slíkar vörur. Biona sem fæst í Krónunni uppfyllir kröfurnar.5. Bætið salti við og leyfið þessu að malla í 40-50 mínútur, hrærið annað slagið.


6. Bætið límónusafa við og berið fram með avókadó og kóríander. Ég set vegan ostasósu á mitt chilli en maðurinn minn fer ósparlega með tabasco sósuna.Vegan ostasósa


2 bollar kasjúhnetur (ósaltaðar og óristaðar)

½ bolli næringarger

1 hvítlauksgeiri

1 tsk salt

Safi úr einni límónu

1 bolli vatn


Aðferð

1. Leggið kasjúhneturnar í bleyti í tvo klukkutíma. Ef þið eigið öflugan blandara eins og Vitamix er það óþarfi. Krónan selur kasjúhnetur í kílóa pakkningum, það er lang hagstæðast að kaupa þær.


2. Setjið næringarger, hvítlauksgeira, salt, límónusafa og vatn í blandarann og bladið saman á góðum styrk í eina til tvær mínútur. Það er hentugt geyma sósuna í glerkrukku, hún geymist í ísskáp í nokkra daga og fer með nánast öllum mat.


Næringarger er eitthvað sem flestir grænkerar eiga alltaf til. Hann er ríkur af B12 vítamíni og gefur ostakennt bragð. Svona lítur hann út í Krónunni.
Spurningar?

Sendið okkur póst á heilsa@veganheilsa.is


305 views