©2018 by Vegan Heilsa. Proudly created with Wix.com

Search
  • Vegan heilsa

Haustsúpa

Grænkerinn Elín Skúladóttir heldur erindið Hvað get ég gert? á ráðstefnunni Vegan heilsa. Hér deilir Elín uppskrift notalegri haustsúpu.Sumir dagar eru einfaldlega þannig að maður þarf hollann mat á núll einni. Á slíkum dögum kemur þessi einfalda haustsúpa sterk inn. Það tekur tíu mínútur að skera niður og steikja laukinn svo er bara að bíða í rólegheitum. Þetta er matarmikil súpa og fennel duftið gefur dásamlegt bragð. Það má alveg skipta því út fyrir annað krydd ef þið eruð ekki fyrir lakrískeim. Þetta er frekar stór uppskrift, hún geymist vel og dugir sem hádegismatur í nokkra daga.
Haustsúpa


1 laukur

1 butternut squash / grasker

1 sæt kartafla

2 meðalstórar gulrætur

1 bolli rauðar linsur

1 dós kókosmjólk

1 lítri grænmetissoð

1 msk fennel duft

1 tsk himalaya saltAðferð


1. Byrjið á að saxa laukinn. Flysjið graskerið, sætu kartöfluna og gulræturnar. Skerið í bita.


2. Hafið grænmetiskraftinn tilbúinn.


3. Steikið laukinn í stórum potti í olíu eða grænmetiskrafti við miðlungshita í fimm til tíu mínútur. Þeir sem fylgja óunnu vegan fæði (e. whole food plant based) nota margir ekki olíu, það er ekkert mál að steikja upp úr grænmetiskrafti en það þarf að fylgjast aðeins betur með svo laukurinn brenni ekki við og bæta grænmetiskrafti við eftir þörfum.


4. Bætið fennel dufti við og steikið í eina mínútu.


5. Setjið graskerið, kartöfluna, gulræturnar, rauðu linsurnar, kókosmjólkina og grænmetiskraftinn í pottinn.


6. Sjóðið í 30 mínútur eða þar til hnífur rennur vel í gegnum graskerið.


7. Bladið með töfrasprota eða í blandara.


8. Saltið eftir smekk.

70 views