©2018 by Vegan Heilsa. Proudly created with Wix.com

Search
  • Vegan heilsa

Kínóagrautur með vanillu

Sigrún Birta Kristinsdóttir, flugmaður, heldur út instagram síðunni @byggtaplontum. Þar deilir Sigrún uppskriftum af hollum, gómsætum og fallegum grænkeraréttum. Við mælum með því að þið fylgið henni á instagam.


Það er frábært að hafa úrval af uppskriftum á netinu en það jafnast fátt á við það að fletta í getnum matreiðslubækur og hafa fallega uppskriftabók fyrir framan sig við eldamennskuna. Sigrún hefur einnig gefið út matreiðslubók sem við mælum með að þið verðið ykkur út um.Hér deilir Sigrún með okkur dásamlegri uppskrift af ofurhollum kínóagraut.


Kínóagrautur með vanillu


Innihald:

1 dl. kínóa

2 dl. vatn

1 tsk. vanilludropar eða plöntuprótein með vanillubragði

1 tsk. kanill

1 dl. möndlumjólk

Salt eftir smekk


Aðferð:

1. Best er að leggja kínóa í bleyti yfir nótt til að koma í veg fyrir beiskt bragð eða a.m.k. skola það vel áður en það er eldað.


2. Leggið kínóa í pott ásamt vatni(þannig að vatnið fljóti 1sm yfir) og setjið lokið á.


3. Leyfið suðunni að koma upp og lækkið þá hitann. Látið malla í 10-12 mínútur eða þar til kínóað hefur sprungið út. 


4. Blandið restinni af hráefnunum saman við eldað kínóað og hellið grautnum í skál.


5. Gott er að toppa grautinn með t.d. banana, berjum, granóla og hampfræjum.

134 views