©2018 by Vegan Heilsa. Proudly created with Wix.com

Search
  • Vegan heilsa

Yljandi B-12 vítamín súpaÞað er fátt betra en að versla við íslenska framleiðendur sem nýta hráefni úr íslenskri náttúru. Íslensk Náttúra er eitt slíkt, en fyrirtækið var stofnað af líffræðingnum Eyjólfi Friðgeirssyni. Fyrirtækið byrjaði á að bjóða upp á vörur unnar úr þara til matargerðar en er nú með fjölbreytt úrval af vörum. Við rákumst fyrst á Íslenska Hollustu á matarmarkaði og höfum verið tryggir viðskiptavinir síðan. Við höfðum samband við Íslenska Hollustu og báðum þau að deila með okkur uppskrift úr sjálfargróðri. Það var hún Ragnheiður Axel sem snaraði fram þessari dásamlegu uppskrift af yljandi B-12 vítamín súpu.


Yljandi B-12 vítamín súpaInnihaldsefni

200 gr núðlur

3 gulrætur

6-7 sveppir

1 hvítlauksrif

½ lime

Chilli

Vorlaukur

5-6 basilikulauf

2-3 Kafir lauf

½ teningur af sveppum

15 gr söl (gott að saxa heil eða vera með möluð)

½ tsk sjávarsalt

2 tsk karrýmauk

300 ml af vatni

400 ml kókosmjólk
Aðferð

Hitið sesamolíu* á wok-pönnu, steikið þunnt skorið gulrætur, sveppi, hvítlauk og chilli. Settu karrýpasta, söl, basil, kafirblöð og kreistu lime yfir. Hellið vatninu og kókosmjólkinni, látið sveppateninginn leysast upp. Sjóðið í 2-3 mínútur þar til núðlurnar eru orðnar mjúkar. Toppað með vorlauk.
*Fyrir þá sem fylgja óunnu veganfæði (e. whole food plant based) má byrja á að útbúa sveppakraft og steikja upp úr honum í stað olíu. Einnig fást heilhveitinúðlur í flestum matvöruverslunum.


Þessi færsla er ekki kostuð.

129 views